Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Ný afsláttarbók frá AP media.

Meðfylgjandi er Afsláttarbókin 2014 - 2015. Sjá viðhengi.

Afsláttur tekur gildi 1. maí. Nýir og uppfærðir afslættir munu þá birtast á orlofsvefnum undir síðunni Afsláttur
 

Laus tímabil í orlofshúsum

Föstudaginn 11. apríl n.k verður opnað fyrir leigu á þeim tímabilum sem ekki leigðust í umsóknartímabili á sumarleigu 2014.

Opnað verður kl. 12 á hádegi.

Afleysingar hjá Rio Tinto Alcan

Langar þig í dagvinnustarf í sumar ?

Okkur vantar matreiðslumann/nema eða matartækni til starfa í

mötuneyti okkar í sumarafleysingar.

Rio Tinto Alcan óskar eftir að ráða kraftmikinn starfsmann til að sinna fjölbreyttum störfum

í mötuneyti fyrirtækisins í Straumsvík. Leitað er að einstaklingi með jákvætt hugarfar,

metnað og drifkraft sem á auðvelt með að vinna í hóp.

Í mötuneytinu starfa 14 starfsmenn þar af tveir matreiðslumenn. Næsti yfirmaður er

verkstjóri mötuneytis. Unnið er í dagvinnu frá kl. 8:00 – 16:00. Í mötuneytinu borða að

jafnaði 340 manns mat í hádeginu.

Vinnustaðurinn er reyklaus.

Starfssvið

• Matreiðsla og undirbúningur fyrir hádegsimat, kvöldmat og næturmat

• Koma með tillögur að matseðlum

• Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

• Matreiðslumenntun

• Haldgóð reynsla af matreiðslu

• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Færni í mannlegum samskiptum og góðir samskiptahæfileikar

• Stundvísi, þjónustulipurð og jákvæðni

• Almenn tölvuþekking kostur.

Áhugasamir, vinsamlega fyllið út atvinnuumsókn á vef fyrirtækisins, www.riotintoalcan.is

(Matreiðslumaður-Matreiðslunemi-Matráður) fyrir 11. apríl.

Stjórnugrís vantar kjötiðnaðarmann

Stjörnugrís óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmann til starfa.
Nánari upplýsingar gefur Rögnvaldur Óli í síma 898 5990, milli kl. 14:00 og 16:00 virka daga.
Umsóknir sendist á netfang, gudrun@svinvirkar.is