Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Fundur með framreiðslumönnum og framreiðslunemum

Fundarboð

Framreiðslumenn og framreiðslunemar.

Hér með boðar framreiðslusvið MATVÍS ykkur á fund miðvikudaginn 1. október kl. 15:00 á Stórhöfða 31. framreiðslumönnum og framreiðslunemum.

Umræðuefni fundarins verður:

  1. Hvernig aukum við virðingu og nýliðun í greininni?
  2. Aðstoðarþjónn, þjón eða veitingaþjónn
  3. Kjarasamningar
  4. Önnur mál

Baldur Sæmundsson og Ólafur Jónsson Iðunni verða gestir fundarins og Níels S. Olgeirsson stýrir fundi.

Kjarasamningur við Samband Íslenskra sveitafélaga

MATVÍS hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga.
Nú sendur yfir kosning um samninginn.

Sjá samninginn hér

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland (MNÍ)

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland (MNÍ) verður haldinn í 22. sinn í október næst komandi. Á Matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, „FJÖREGG MNÍ,“ fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði.

Nánar...

Vantar framreiðslu og matreiðslumenn

Veislusalurinn Turninn í Kópavogi opnar með “pompi og pragt” í ágúst nk.

Því leitum við að lífsglöðum og þjónustuliprum starfsmönnum

Matreiðslumönnum með menntun og marktæka reynslu af matargerð og metnað fyrir matargerðarlist eins og hún gerist best.

Framreiðslumönnum með martæka reynslu af þjónustustörfum og metnað fyrir framúrskarandi þjónustu

Nánar...