Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Skert þjónusta næstu daga.

Frá miðvikudeginum 26. til föstudagsins 28. næstkomandi fer fram 42. þing ASÍ. Starfsmenn MATVÍS verða á þinginu og því verður þjónustan eitthvað skert þessa daga. Móttakan á skrifstofu félagsins er þó opin og hægt að koma þangað gögnum, umsóknum o.s.frv.

Launakönnun

Nú stendur yfir kjarakönnun meðal félagsmanna MATVÍS.  Mikilvægt er að þeir sem valdir hafa verið til að taka þátt í könnunni nýti tækifærði og taki þátt.  Því fleiri sem taka þátt, því marktækari verður könnunin.  Athugið að könnunin er á engan hátt rekjanleg til einstaka félagsmanns og ástæða hennar er einungis til að félagið geti betur áttað sig á launum félagsmanna, eftir sviðum, vinnutíma, yfirvinnu o.s.frv.

Fæðingarstyrkur.

Stjórn matvís ákvað á fundi sínum 24 ágúst s.l. að taka aftur upp fæðingarstyrk. Fæðingarstyrkur var lagður af þegar fæðingarorlofssjóður hóf greiðslur styrkja. En nú hefur verið ákveðið að hefja þessa styrki á ný og hér má sjá reglur um styrkinn.

Félagsmálaskóli alþýðu auglýsir trúnaðarmannanámskeið

Hér má sjá allt um námskeiðið.