Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Aðalfundur og afmælishátíð

Miðvikudaginn 6 apríl 2016 verður aðalfundur MATVÍS haldin á Hótel Hilton Nordica. Einnig afhendum við þeim nýsveinum sem luku sveinsprófi í desember og janúar sveinsbréf.

Að lokinni afhendingu sveinsbréfa er boðið  til móttöku í tilefni 20 ára afmælis Matvæla- og veitingafélags Íslands.

Nánar...

Fréttatilkynning frá ríkissáttasemjara Reykjavík 19. mars 2016

Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilu Ríkissáttasemjari hefur í dag lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og viðsemjenda þeirra. Samningsaðilar sem um ræðir eru annars vegar Verkalýðsfélagið Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn-og tæknigreina, VR og MATVÍS.Hins vegar Samtökatvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan (ISAL).

Nánar...

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu ASÍ og aðildarfélög vegna SA

Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag. 
Já sögðu 9.274 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. 
Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%. 
Kjörstjórn aðildarsamtaka ASÍ

Almennir félagsfundir MATVÍS

MATVÍS boðar til almennra félagsfunda:

Í Reykjavík á Stórhöfða 31 þriðjudaginn 16. febrúar kl. 15:30

Á Akureyri, Icelandair Hótel Akureyri miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15:30

Málefni á fundina eru

  1. Kynning á nýgerðum kjarasamningi
  2. Einn réttur ekkert svindl!
  3. 20 ára afmæli MATVÍS
  4. Önnur mál

Einni klukkustund fyrir almennu  fundina er starfsmönnum sveitarfélaga boði á sérstakan fund til þess að ræða um starfsmat hjá sveitarfélögunum.