Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Helstu atriði nýs kjarsamnings


Ágæti félagi

Meðfylgjandi kjarasamningur Matvæla- og veitingafélags Íslands ( MATVÍS) við Samtök atvinnulífsins sem var undirritaður 22. júní s.l.

Niðurstaða samningsins er ágæt og þó svo við hefðum viljað fá meiri kjarabætur. Stjórn og trúnaðarráð kom til fundar með samninganefndinni 22. og mat stöðuna þannig að ekki væri ráðlegt að fara í aðgerðir á þessu stigi, Þar voru aðilar sammála um að ekki yrði lengra farið að þessu sinni og samningurinn sendur í dóm félagsmanna.

Nánar...

Kjarasamningar undirritaðir

Rétt í þessu var verið að undirrita kjarasamning milli SA og MATVÍS. Það með er verkfalli sem átti að hefjast um miðnætti afstýrt.
Samningurinn verður sendur félagsmönnum og kynntur í bréfi og á fundum og kosning um hann verður rafræn.
Níels S Olgeirsson

Staðan í kjaraviðræðum 22. júní 2015.

Nú er verið að fara af stað í lokatörn til þess að afstýra verkfalli sem skellur á um miðnætti hafi ekki tekist að semja fyrir þann tíma. Það ber enn nokkuð á milli þó vel hafi miðað.

Það var fundað um sérmál hvers félags og sameiginleg sérmál iðnaðarmanna á föstudaginn og í gær. Þessa stundina er verið að setja inn í eitt skjal það sem sátt er um og orðalag bókana.

Nánar...